Kæru félagar.
Mikil gleði ríkti á Árs- og uppskeruhátíð félagsins sem haldin var um helgina og verðlaun voru veitt fyrir glæsilegan árangur ársins.
Hátíðin fór fram í nýja veislusalnum okkar að Sörlastöðum, mættu tæplega 150 manns. Regína Ósk sá um veislustjórn og skemmti okkur með söng og allskyns skemmtilegheitum. Hljómsveitin Glymskrattarnir lék svo fyrir dansi.
Það er mál manna að hátíðin hafi verið mjög glæsileg og skemmtileg og nýji veislusalurinn okkar frábær.
Veitt voru verðlaun fyrir árangur ársins 2025.
Íþróttafólk Sörla
Íþróttakarl Sörla Ingibergur Árnason
Íþróttakona Sörla er Ylfa Guðrún Svafarsdóttir
Knapi Sörla í áhugamannaflokki er Darri Gunnarsson
Knapi Sörla í ungmennaflokki er Sara Dís Snorradóttir
2. verðlaun ungmennafokki Fanndís Helgadóttir
3. verðlaun ungmennaflokki Kolbrún Sif Sindradóttir
Efnilegasta ungmenni Sörla er Fanndís Helgadóttir
Nefndarbikarinn í ár hlaut Skemmtinefndin.
Hæst dæmdu hross í fullnaðardóm ræktuð af Sörlafélögum
Hæst dæmdi 4 vetra stóðhesturinn með einkunina 8,03, aðaleinkunn án skeiðs 8,37.
er Ljúfur frá Miklaholti ræktaður af Þór Kristjánssyni.
Hæst dæmdi 5 vetra stóðhesturinn með einkunina 8,08
er Ás frá Áslandi ræktaður af Kristínu Þorgeirsdóttur og Þorgeiri Jóhannessyni.
2. sæti 5 vetra stóðhestar með einkunina 7,98, aðaleinkunn án skeiðs 8,03
er Adrían frá Strönd II ræktaður af Antoni Haraldssyni.
Hæst dæmdi 6 vetra stóðhesturinn með einkunina 8,42
er Kjarval frá Skíðbakka ræktaður af Jóni Svavari V. Hinrikssyni og Erlendi Árnasyni.
Hæst dæmdi 7 vetra stóðhesturinn með einkunina 8,49, aðaleinkunn án skeiðs 8,66
er Illugi frá Miklaholti ræktaður af Þór Kristjánssyni.
2. sæti 7 vetra stóðhestar með einkunina 8,38
er Silfurtoppur frá Reykjavík ræktaður af Herði Jónssyni og Ernu Sigríði Ingvarsdóttur.
Hæst dæmda 4 vetra hryssan með einkunina 8,29, aðalenkunn án skeiðs 8,64
er Heba frá Ragnheiðarstöðum ræktuð af Helga Jóni Harðarsyni.
2. sæti 4 vetra hryssur með einkunina 8,11, aðaleimnkunn án skeiðs 8,20
er Snörp frá Húsanesi ræktuð af Sigurgeiri Kristgeirssyni.
3. sæti 4 vetra hryssur með einkunina 7,96
er Sverta frá Þórustöðum ræktuð af Völku Jónsdóttur.
Hæst dæmda 5 vetra hryssan með einkunina 7,92 aðaleinkunn án skeiðs 8,14
er Sóldís frá Miðdalskoti ræktuð af Rósbjörg Jónsdóttir.
Hæst dæmda 6 vetra hryssan með einkunina 8,83
er Hetja frá Ragnheiðarstöðum ræktuð af Helgi Jón Harðarson.
2. sæti 6 vetra hryssur með einkunina 8,28, aðaleinkunn án skeiðs 8,66
er Þöll frá Ragnheiðarstöðum ræktuð af Helga Jóni Harðarsyni.
3. sæti 6 vetra hryssur með einkunina 8,19
er Blökk frá Þjórsárbakka ræktaður af Haraldi Þorgeirsyni.
Hæst dæmda 7 vetra hryssan með einkunina 8,16, aðaleinkunn án skeiðs 8,53
er Áttund frá Stafholti ræktuð af Páll Jóhann Pálsson og Guðmunda Kristjánsdóttir
Hæst dæmda hrossið í kynbótadómi ræktað af Sörlafélaga árið 2025 er stóðhesturinn Illugi frá Miklaholti með einkunina 8,66
Hæst dæmda hross í kynbótadómi í eigu Sörlafélaga árið 2025 er hesturinn Dalvar frá Efsta-Seli með einkunina 8,99
Sérstök verðlaun
Verðlaun fyrir franæurskarandi ræktun fékk ræktunarbúið Ragnheiðarstaðir.
Verðlaun fyrir heimsmeistaratitla 2025 fékk Ísak frá Þjórsárbakka en hann varð heimsmeistari í töltu og fjórgangi ungmenna með knapa sínum Védísi Huld Sigurðardóttur.
Framtíðin hjá Sörla er björt.
Áfram Sörli
Stjórn, framkvæmdastjóri og skemmtinefnd Sörla
Hér að neðan eru myndir af þeim sem mættu og tóku við verðlaunun sínum.
Hér að neðan má sjá myndir af verðlaunaafhendingu fyrir kynbótahross hryssur og hestar í 1.-3. sæti.